B.Logi Art
Frekja
Frekja
Couldn't load pickup availability
Share
Ég varði stórum hluta af mínu lífi útá sjó. Í 17 ár barðist maður við veðuröflin, sjálfan sig og náungann. Mestum þeim hluta var varið á línuveiðum. En þar var maður í návígi við þennan harðgerða ótrúlega fugl sem að fylgdi bátum á haf út í allskonar veðrum. Ég heyrði eitthvertímann góðan málshátt sem hefur setið með mér. Hann hljómar svo
,,hvað gerist ef fuglinn fer ekki að sækja mat?”.
Í því samhengi hugsaði ég með mér lífsbaráttuna sem að þessir fuglar fara í gegnum. Því hvað gerist ef fuglinn fer ekki að sækja matinn, hann deyr. Ungar hans deyja.
Eitt annað sem að ég tók eftir á ferðalagi mínum um höfin blá við Íslandsstrendur í mismunandi veðrum var það að alveg sama hvaða dagur var eða á hvaða bát ég var þá var alltaf EINN múkki sem að réði öllu, aldrei tveir. Hann sem réð kom fram sínum yfirgang ítrekað yfir daginn. Þessi einn fugl af stundum 100 fuglum réði greinilega ferðinni. Hann réðst á hina og þeir lúffuðu allir. þegar við drógum upp línu án fisks, þá henti maður beitubitunum út og horfði á fiðrið slást um bitana sér til dægrastyttingar.
Baráttan var hörð!
